Þriðji ósigur Njarðvíkinga í röð: Reynir mætir KA í kvöld
Njarðvíkingar máttu sætta sig við sinn þriðja ósigur í röð í gærkvöldi er þeir lágu 2-0 gegn Fjölni í 1. deild karla í knattspyrnu. Atli Viðar Björnsson og Gunnar Már Guðmundsson gerðu mörk Fjölnismanna í gær.
Gestur Gylfason var í vörn Njarðvíkinga að nýju í gær en hann lék ekki með gegn Þrótti Reykjavík á dögunum.
Með sigrinum styrktu Fjölnismenn stöðu sína í 3. sæti deilarinnar og hafa þeir 9 stig en Njarðvíkingar hafa enn 16 stig og eru í 9. sæti og hvergi nærri lausir við fallbaráttuna þar sem botnliðið Reynir Sandgerði hefur 12 stig í neðsta sæti.
KA-menn að Norðan mæta á Sparisjóðsvöllinn í Sandgerði í kvöld en KA er þremur stigum á undan Reyni með 15 stig og því gríðarlega þýðingarmikill leikur fyrir Reyni í kvöld.
Nesprýði bíður frítt á völlinn í Sandgerði í kvöld og hefst leikurinn kl. 18:30.
VF-mynd/ [email protected] - Alfreð Jóhannsson í baráttunni gegn Fjölni í VISA bikarnum fyrr í sumar.