Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þriðji leikmaður Íslandsmeistaranna á leið til BNA
Lára Ösp í oddaleiknum gegn Haukum sem tryggði Njarðvík Íslandsmeistaratitilinn í ár. VF-mynd: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 14. júlí 2022 kl. 12:17

Þriðji leikmaður Íslandsmeistaranna á leið til BNA

Þriðji leikmaður Íslandsmeistara Njarðvíkur er á leið til Bandaríkjanna í háskólanám en Lára Ösp Ásgeirsdóttir er komin með háskólasamning vestra og fylgir því stöllum sínum Vilborgu og Helenu frá Njarðvík.

Lára Ösp var lykilmaður í meistaraliði Njarðvíkurkvenna á síðasta tímabili og því verður skarð hennar vandfyllt. „Ég er bara spennt að prófa eitthvað nýtt við góðar aðstæður. Mér líst mjög vel á þjálfarana og stelpurnar sem ég mun æfa og spila með,” sagði Lára í snörpu samtali við UMFN.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Háskólasamningurinn er við Metropolitan State University of Denver eða MSU sem leikur í D2 háskóladeildinni sem er önnur deild NCAA keppninnar. MSU leikur í Rocky Mountain Athletic Conference í deildarkeppni NCAA.

Nokkuð er síðan að vitað var til þess að Lára Ösp ætti kost á því að fara til Bandaríkjanna í nám en það raungerðist á dögunum og því bíður þjálfaranna Rúnars Inga og Lárusar enn frekara verkefni við að endurskipuleggja meistaralið Njarðvíkinga fyrir komandi átök næstu leiktíðar.

Frétt af UMFN.is