Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðja tapið í röð hjá Keflvíkingum
Elías Már Ómarsson átti fína spretti en náði ekki að skapa hættu frekar en aðrir Keflvíkingar.
Sunnudagur 21. september 2014 kl. 18:26

Þriðja tapið í röð hjá Keflvíkingum

-11 leikir í röð án sigurs

Keflvíkingar töpuðu fyrir Fylkismönnum 0-1 þegar liðin áttust við á heimavelli Keflvíkinga, Nettóvelli, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Gestirnir úr Árbænum skoruðu sigurmark leiksins undur lok fyrri hálfleiks. Keflvíkingar sóttu stíft í síðari hálfleik án þess þó að skapa sér teljandi marktækifæri. Leikið var við vægast sagt slæmar aðstæður en mikill vindur var og ausandi rigning. Leikurinn varð fyrir vikið lítið fyrir augað.

Síðasti sigur Keflvíkinga í Pepsi-deildinni kom einmitt gegn Fylki, en það var þann 22. júní sl.. Þá unnu Keflvíkingar 2-4 í Lautinni. Síðan hefur liðið leikið 11 leiki í röð án þess að sigra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir leikinn eru Keflvíkingar í 10. sæti deildarinnar með 19 stig. Fram er í fallsæti með 18 stig. ásamt Þórsurum sem þegar eru fallnir.

Staðan í deildinni

Einn af hápunktum leiksins. Varamaður Fylkis virðist eiga eitthvað óuppgert við Magnús Þórisson fyrrum dómara.

Már Gunnarsson stóð vaktina í stúkunni þrátt fyrir afleitt veður.