Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðja tap Keflvíkinga í röð
Föstudagur 26. febrúar 2016 kl. 21:01

Þriðja tap Keflvíkinga í röð

Stólarnir höfðu sigur í sveiflukenndum leik

Keflvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í röð í Domino's deild karla þegar þeir tóku á móti Tindastólsmönnum í kvöld. Leikurinn var ótrúlega sveiflukenndur en á tímabili leit út fyrir að gestirnir að norðan ætluðu að valta yfir Keflvíkinga.

Eftir jafnan fyrsta leikhluta hrukku Tindastólsmenn í gang og náðu 32:56 forystu áður en fyrri hálfleik lauk, en Keflvíkingar skoruðu aðeins 8 stig í öðrum leikhluta. Svo virtist sem norðanmenn væru með pálmann í höndunum en Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Keflvíkingar mættu dýrvitlausir til seinni hálfleiks og náðu að saxa niður forskot Stólanna. Í síðasta leikhlutanum náðu Keflvíkingar að halda Stólunum í 11 stigum en urðu þó að sætta sig við fjögurra stiga tap, 82:86 lokastaðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar eru enn í öðru sæti með 26 stig líkt og Stjarnan sem bar sigurorð af Njarðvíkingum í gær.

Keflavík-Tindastóll 82-86 (24-31, 8-25, 28-19, 22-11)
Keflavík: Jerome Hill 20/12 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 15/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 14, Valur Orri Valsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Reggie Dupree 9/5 fráköst, Andrés Kristleifsson 7, Magnús Már Traustason 6/4 fráköst, Daði Lár Jónsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Andri Daníelsson 0, Ágúst Orrason 0, Davíð Páll Hermannsson 0.