Þriðja tap Keflvíkinga í röð
Keflvíkingar máttu sætta sig við stórt tap gegn Íslandsmeisturum Snæfells í úrvalsdeild kvenna í körfubolta um helgina. Munurinn var á endanum 28 stig þar sem Melissa Zorning leiddi Keflvíkinga með 21 stig. Þetta var þriðja tap Keflvíkinga í röð en liðið er í sjötta og næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins einn sigur.
Keflavík: Melissa Zorning 21, Thelma Dís Ágústsdóttir 17/4 fráköst, Elfa Falsdottir 5, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/6 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 3, Sandra Lind Þrastardóttir 2/11 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 0.