Sunnudagur 23. mars 2003 kl. 21:48
Þriðja Íslandsmetið hjá ÍRB
Örn Arnarson, sundmaður úr ÍRB setti Íslandsmet í 200 metra flugsundi í dag þegar hann synti á 1.59,68 mínútum á Innanhússmeistaramóti Íslands sem fram fer í Vestmannaeyjum. Örn átti fyrra metið sjálfur en það var 2.00,96.
Átta Íslandsmet voru slegin á mótinu þar af þrjú af sundmönnum ÍRB.