Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þrettán verðlaun á júdómóti í Danmörku
Mánudagur 25. nóvember 2013 kl. 14:42

Þrettán verðlaun á júdómóti í Danmörku

Ungir íslenskir júdókrakkar náðu glæsilegum árangri um helgina á Hilleröd Intl. mótinu í Damnörku. Þeir unnu til þrettán verðlauna, þar af fimm gull, þrjú silfur og fimm brons. Í tveimur elstu aldursflokkunum landaði Egill Blöndal -90kg tveimur silfurpeningum en hann mátti keppa í tveimur aldursflokkum, U18 og U21 árs, og bronsið fengu þau Breki Bernharðsson -73kg, Gísli Vilborgarson -81kg og Ingunn Sigurðardóttir -57kg en þau urðu í þriðja sæti í U21 árs.

Í aldursflokkum U15 ára unnu gullverðlaun þeir Ásþór Loki Rúnarsson -73kg og Halldór Logi Sigurðsson -60kg og Bjarni Darri Sigfússon fekk bronsið í -66kg flokki. Í aldursflokki U12 ára unnnu til gullverðlauna þeir Ásgeir Þórðarson -41kg, Patrik Snæland -30kg og Þórarinn Rúnarsson -34kg. Tómas Kolbeinsson -55kg fékk silfur og Gunnar Guðmundsson -39kg fékk brons.  (JSI.is)

Njarðvíkingar stóðu sig vel
Fjórir Njarðvíkingar fóru með í þessa ferð.  Það voru þeir Halldór Logi Sigurðsson, Ingólfur Rögnvaldsson, Bjarni Darri Sigfússon og Gunnar Örn Guðmundsson. Gunnar byrjaði vel og vann fyrstu viðureign sína gegn þeim sem varð svo í öðru sæti. Hann tapaði síðan næstu glímu naumlega og þeirri þriðju gegn liðsfélaga sínum Þórarni Rúnarssyni sem varð síðan í fyrsta sæti.  Því var mikilvægt fyrir hann að sigra síðustu viðureignina sem hann svo gerði og krækti í þriðja sæti. Byrjaði ekki vel og tapaði fyrstu viðuregn gegn gróthörðum Svía sem vann flokkinn.  
 
Í annari glímu leit út fyrir að Bjarni myndi sigra en þegar um 30 sek. voru eftir af viðureigninni snéri andstæðingur Bjarna vörn í sókn og kastaði honum á mótbragði. Eftir þessa glímu, sem var mjög góð þrátt fyrir tap, skiptust veður í lofti. Bjarni gjörsigraði afganginn af glímunum í sínum riðli og krækti í bronsverðlaun. Halldór Logi sigraði tvo andstæðinga sem voru báðir hærra gráðaðir en hann, annar með brúnt belti en hinn með blátt (Halldór er með appelsínugult belti). 
 
Ingólfur, sem er 11 ára, keppti í aldursflokki upp fyrir sig eða við 13-14 ára krakka. Hann sigraði fyrstu glímuna nokkuð örugglega og átti hann mikið í næstu tvær viðureignirnar en féll á mótbrögðum í þeim.  
 
Árangur helgarinnar má teljast mjög góður miðað við styrkleika mótsins en um 400 keppendur voru mættir til leiks.
 
Myndir: Njarðvísku keppendurnir ásamt þjálfara sínum, Guðmundi Stefáni Gunnarssyni.
 
 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024