Þrekmótarröðin 2016 - Suðurnesjamenn á toppnum
Suðurnesjafólk var sigursælt á öðru móti Þrekmótaraðarinnar 2016 sem haldið var 19. mars sl. og sigruðu í fjórum greinum auk þess að vera í verðlaunasætum í fleirum.
Að þessu sinni var það keppni sem kallast 5x5. Keppnin inniheldur þol og þrek æfingar með og án lóða eins og t.d. hlaup, hopp, ketilbjölluæfingar, stangaræfingar, armbeygjur, burpees, hnébeygjur og róður.
Úrslitin voru þessi:
Einstaklingskeppni kvenna flokkur 39 ára og yngri
1. sæti: Jóhanna Júlía Júlíusdóttir- Crossfit Suðurnes
3. sæti: Guðný Petrína Þórðardóttir - Lífsstíll
Einstaklingskeppni kvenna flokki 39+
1. sæti: Kristjana Hildur Gunnarsdóttir- Lífsstíll
3. sæti: Þuríður Þorkelsdóttir - Lífsstíll
Parakeppni
1. sæti: Kristjana Hildur Gunnarsdóttir og Aron Ómarsson – Lífsstíll
2. sæti: Arnþór Ingi Guðjónsson og Jóhanna Júlía Júlíusdóttir –Crossfit Suðurnes
Liðakeppni kvenna flokkur 39 ára og yngri
1. sæti: Furious five - Superform – Sporthúsið
Liðakeppni kvenna flokkur 39 +
1. sæti: Fimm fræknar - Lífsstíl Reykjanesbæ