Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrefalt fleiri verðlaun í hús hjá ÍRB
Miðvikudagur 27. nóvember 2013 kl. 09:37

Þrefalt fleiri verðlaun í hús hjá ÍRB

ÍRB með flest verðlaun á ÍM25 í sundi

Íslandsmeistaramótið í sundi í 25 metra laug var haldið um síðastliðna helgi. Lið ÍRB þrefaldaði fjölda verðlauna síðan 2012 en sundfólk ÍRB vann samtals 41 verðlaun á mótinu í ár. ÍRB vann flest verðlaun bæði í karla- og kvennaflokki. Liðið átti næstflesta Íslandsmeistara karla og þriðju flestu Íslandsmeistara í kvennaflokki. Í heildina var liðið með 31% allra verðlauna sem veitt voru á mótinu. Lið ÍRB var skipað 30 sundmönnum og var það fjölmennasta liðið á mótinu. ÍRB keppendur á mótinu voru á aldrinum 11-18 ára.

10 sundmenn náðu í landsliðsverkefni á mótinu. Einnig náðust lágmörk fyrir Norðurlandameistaramót Unglinga sem fram fer í Færeyjum í næstu viku. Eins náðust lágmörk á Evrópumeistaramótið. Fjögur Íslandsmet í aldursflokkum voru sett á mótinu af sundmönnum ÍRB. Mörg ÍRB, Keflavíkur og Njarðvíkurmet voru slegin á mótinu. ÍRB vann brons í öllum átta boðsundunum en í fyrra unnust engin verðlaun í boðsundi hjá liðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar má lesa um verðlaunahafa hér.