Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þorsteinn í markinu hjá Grindavík
Laugardagur 20. september 2003 kl. 20:12

Þorsteinn í markinu hjá Grindavík

Þorsteinn Bjarnason, fyrrum landsliðsmarkvörður, stóð í marki Grindvíkinga í dag í úrslitaleik þeirra gegn KA í fallbaráttu úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Þorsteinn er 46 ára gamall og lék síðast í deildinni fyrir þrettán árum en hann hefur verið varamarkvörður liðsins frá því á miðju sumri þegar Ólafur Gottskálksson þurfti að taka sér hvíld vegna meiðsla.

Þorsteinn var fráleitt elsti maðurinn á vellinum í dag því Eyjólfur Ólafsson var að dæma sinn síðasta leik og Eyjólfur hefur fyllt fimm tugi. Haft var á orði í dag að um hálfgerðan Oldboys-leik væri að ræða í Grindavík. Á meðfylgjandi mynd Hilmars Braga má sjá Þorstein markvörð sparka frá markinu og Eyjólf dómara í baksýn. Ef ekki væru þessir tveir gulklæddu á myndinni gæti myndin allt eins verið úr einhverjum Oldboys-leik eins og fyrr greinir. Þeir sem lesa þessa frétt eru hvattir til að reyna ekki að telja áhorfendurna í stúkunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024