Þorsteinn Gunnarsson tekur sér hlé frá þjálfun
Ekki áfram með Þróttara
Þorsteinn Gunnarsson þjálfari Þróttar Vogum í knattspyrnu hefur ákveðið að taka sér hlé frá þjálfun. Þorsteinn tók við þjálfun Þróttar haustið 2012 og hefur hann stýrt félaginu síðustu tvö tímabil með góðum árangri. Í sumar var félagið hársbreidd frá því að komast upp um deild, en um var að ræða besta árangur í sögu félagsins. Stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar þakkar Þorsteini fyrir sitt framlag til þess að lyfta Þrótti á hærri stall og fyrir gott samstarf síðustu tvö árin.