Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þorsteinn formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur
Föstudagur 20. febrúar 2009 kl. 09:15

Þorsteinn formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur

Þorsteinn Gunnarsson, formaður Samtaka Íþróttafréttamanna og fyrrum íþróttafréttamaður á Stöð 2, var í gærkvöld kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur á aðalfundi knattspyrnudeildarinnar.

Jón H. Gíslason gaf ekki kost á sér sem formaður og var Þorsteinn Gunnarsson kosinn nýr formaður í hans stað.  Jónas Þórhallsson og Eiríkur Leifsson eru einnig nýir menn í stjórn en Gunnar Már Gunnarsson og Sigurður Gunnarsson gáfu ekki kost á sér.

Sigurður steig niður úr stjórn eftir 15 ára setu og var honum þakkað sérstaklega fyrir framlag sitt.

Í skýrslu stjórnar kom fram að hagnaður af rekstri deildarinnar var 1.376.817 kr af rúmlega 77 milljóna kr veltu.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024