Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þorsteinn endurkjörinn formaður Knattspyrnudeildar
Fimmtudagur 29. janúar 2015 kl. 22:26

Þorsteinn endurkjörinn formaður Knattspyrnudeildar

Niðurstaðan í kjörinu: Þorsteinn 134 - Baldur 76.

Þorsteinn Magnússon var endurkjörinn formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur á aðalfundi deildarinnar en hann fékk mótframboð frá Baldri Þóri Guðmundssyni. Þorsteinn fékk 134 atkvæði en Baldur 76.

Rúmlega tvöhundruð manns mættu á fundinn en á undanfarna aðalfundi deildarinnar hafa mætt um 20 til 30 manns. „Það er greinilegt að ég er með aðdráttarafl. Markmiðið með framboði mínu var að vekja félagsmenn til vitundar og vakningar og það tókst. Það mættu tíu sinnum fleiri núna en á síðasta aðalfund,“ sagði Baldur í ræðu eftir að úrslitin urðu kunngjörð. Fram kom í máli Sigurðar Garðarssonar sem steig í pontu að árangur Baldurs væri samt skilaboð til formanns og stjórnar og þegar fólk sýndi félaginu svona mikinn áhuga með formannsframboði ætti að líta á það jákvæðum augum.
Þorsteinn þakkaði fyrir góða kosningu og einnig Baldri fyrir framboð sitt. „Þetta var vissulega allt öðruvísi vika á skrifstofunni hjá mér en ég er ánægður með kosninguna. Við erum með gott fólk í stjórn og ætlum að halda áfram góðu starfi,“ sagði formaðurinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þorsteinn Magnússon var endurkjörinn formaður en hann efur sinnt embættinu sl. 7 ár.

Eins og sjá má var salurinn þétt setinn en yfir 200 manns sóttu fundinn.

Lengst til vinstri er Baldur Þ. Guðmundsson sem bauð sig fram til formanns. Þorsteinn formaður er lengst til hægri.