Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þórsarar jöfnuðu metin
Sunnudagur 23. mars 2014 kl. 21:15

Þórsarar jöfnuðu metin

Grindvíkingar í villuvandræðum í Þorlákshöfn

Þórsarar jöfnuðu metin í einvíginu gegn Grindavík þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitakeppni Domino's deildar karla í Þorlákshöfn í kvöld. Þórsarar höfðu 98-89 sigur í mikum baráttuleik. Grindvíkingar voru í töluverðum villuvandræðum og misstu þrjá menn af velli með fimm villur í leiknum. Þrátt fyrir það var leikurinn spennandi fram að lokum.

Grindvíkingar urðu líka fyrir áfalli snemma leiks en þá meiddist Þorleifur Ólafsson á hné og lék ekki meira með í leiknum. Óvíst er með ástand hans en vonandi verður hann klár í næsta leik í Grindavík. Hinn ungi Jón Axel Guðmundsson steig upp í fjarveru Þorleifs, en Jón skoraði 21 stig í leiknum og var stigahæstur gestanna. Lewis Clinch var svo með 20 stig. Staðan í einvíginu 1-1 og næsti leikur er í Röstinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þór Þ.-Grindavík 98-89 (25-23, 29-17, 15-25, 29-24)

Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 21, Earnest Lewis Clinch Jr. 20/6 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 15, Ólafur Ólafsson 14/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 6/7 fráköst/6 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 2, Þorleifur Ólafsson 2, Nökkvi Harðarson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Kjartan Helgi  Steinþórsson 0.

Þór Þ.: Emil Karel Einarsson 18/5 fráköst, Mike Cook Jr. 18, Tómas Heiðar Tómasson 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nemanja Sovic 14/13 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 14/14 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 13, Halldór Garðar Hermannsson 4, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.