Þorleifur samdi til þriggja ára
Þorleifur Ólafsson hefur gert þriggja ára samning við körfuknattleikslið Grindavíkur. Þorleifur var einn sterkasti leikmaður liðsins í vetur og steig vel upp í úrslitakeppninni og því mikill fengur fyrir þá gulu að hafa þennan 23 ára gamla leikmann áfram innan sinna raða.
Á vefsíðu Grindvíkinga, www.umfg.is kemur fram að stefnan sé að klára í þessari viku samningaþóf við alla leikmenn liðsins sem voru með lausa samninga að loknu þessu keppnistímabili
Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fer fram í
Heimild: www.umfg.is
VF-mynd/ [email protected]