Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þorleifur framlengir hjá Grindavík
Þriðjudagur 29. apríl 2008 kl. 09:27

Þorleifur framlengir hjá Grindavík

Bakvörðurinn Þorleifur Ólafsson skrifaði í gærkvöldi undir nýjan tveggja ára samning við Grindavík í Iceland Express deild karla í körfubolta. Þorleifur er einn af burðarásum Grindavíkurliðsins og var m.a. í leikmannahópi íslenska A-landsliðsins síðasta sumar.
 
Á heimasíðu Grindavíkur segir að stefnt sé að því að klára leikmannamál við alla leikmenn liðsins fyrir lokahóf deildarinnar næsta miðvikudagskvöld. Samhliða því séu málefni erlendra leikmanna í skoðun.
 
Þorleifur gerði 11,9 stig að meðaltali í leik fyrir Grindavík í 22 deildarleikjum og lék hann alls í 601 mínútu fyrir liðið í deildinni. Aðeins Adama Darboe, Páll Axel Vilbergsson og Jonathan Griffin léku fleiri mínútur en Þorleifur á síðustu leiktíð.
 
 VF-Mynd/ [email protected]Þorleifur í leik með Grindavík gegn bikarmeisturum Snæfells í undanúrslitum Íslandsmótsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024