Þorláksmessuskötustemmning á golfvellinum í Sandgerði
Sandgerðingar tóku forskot á Þorláksmessustemmninguna og héldu golfmót í blíðunni í gær og buðu svo upp á skötu eftir golfhringinn. Leiknar voru 9 holur og léku þeir Halldór Einrasson úr GSG og Skúli Bjarnason GVS best og náðu 20 punktum.
Lars Erik Johansen úr GK varð þriðji með 19 punkta og síðan komu sjö kylfingar með 18 punkta.
Alls léku 37 kylfingar golf en nærri því annar eins fjöldi bættist í hópinn og kom til að gæða sér á skötunni.