Þorgerður og Elísa sigra á innanfélagsmóti

Mótið skiptist í 4 hluta, í 1. hluta kepptu D hópar sem eru yngstu hópar deildarinnar, ekki var keppt til verðlauna heldur fengu allir keppendur verðlaunapening.
Í 2. hluta kepptu A hópar og C hópar og kepptu A hópar til verðlauna en C hópar fengu allir verðlaunapening, auk þess sem 3 hæstu fengu auka verðlaunapening.
Í 3. hluta kepptu B hópar og fengu allir keppendur verðlaunapening, auk þess sem 3 hæstu í hverjum hóp fengu aukapening. Í 4. hluta kepptu H hópar (tromphópar) og var keppt til verðlauna þar.
Í öllum hlutunum voru veitt verðlaun fyrir bestu framfarir yfir veturinn, bestu mætinguna og fyrir prúðmennsku.
Innanfélagsmeistarar í ár eru þær Þorgerður Magnúsdóttir (11 ára) í hóp A1 í áhalda fimleikum og Elísa Sveinsdóttir (14 ára) í hóp H1 í almennum fimleikum.