Þórarinn til Grindvíkinga?
Grindvíkingar eiga í viðræðum við nágranna sína í Keflavík um að kaupa af þeim sóknarmanninn Þórarin Kristjánsson. Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, staðfesti þetta við Morgunblaðið í gær og sagði að vegna slæmrar byrjunar liðsins í mótinu hefði verið ákveðið að leita leiða til að styrkja sóknarleik þess. "Við föluðumst fyrst eftir því að fá Þórarin eða Magnús Þorsteinsson leigðan frá Keflavík en því var hafnað. Þá var rætt við Þórsara um að fá Orra Frey Hjaltalín og við B36 í Færeyjum um að fá færeyska landsliðsmanninn Jákup á Borg, en bæði félög settu of hátt verð á leikmennina og því fór það ekki lengra. Eftir það kom á daginn að möguleiki væri á að kaupa Þórarin af Keflvíkingum og það mál er í vinnslu þessa dagana," sagði Jónas.
Þórarinn er 22 ára og hefur ýmist leikið á sókn eða miðju hjá Keflvíkingum en hann hefur spilað með meistaraflokki þeirra frá 15 ára aldri. Hann á að baki 90 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 26 mörk.
Í Morgunblaðinu í morgun kemur einnig fram að átta leikmenn Grindavíkurliðsins verði sektaðir sökum agabrota. Eiga þeir að hafa skvett úr klaufunum á sjómannahátíðinni í Grindavík aðeins tveimur dögum fyrir leikinn gegn ÍBV.
Þórarinn er 22 ára og hefur ýmist leikið á sókn eða miðju hjá Keflvíkingum en hann hefur spilað með meistaraflokki þeirra frá 15 ára aldri. Hann á að baki 90 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 26 mörk.
Í Morgunblaðinu í morgun kemur einnig fram að átta leikmenn Grindavíkurliðsins verði sektaðir sökum agabrota. Eiga þeir að hafa skvett úr klaufunum á sjómannahátíðinni í Grindavík aðeins tveimur dögum fyrir leikinn gegn ÍBV.