Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þórarinn meiddur hjá Aberdeen
Mánudagur 28. febrúar 2005 kl. 18:54

Þórarinn meiddur hjá Aberdeen

Þórarinn Kristjánsson meiddist í leik með varaliði Aberdeen nýlega, á ökkla.  Þar er hann ásamt fjölskyldu sinni, þeim Sóleyju og Gabríel Lár. Samkvæmt www.keflavik.is líður þeim mjög vel og búa þau í góðu húsi í um 15 mínútna akstri frá æfingasvæði félagsins. Fótboltalega hefði honum gengið mjög vel, spilaði 3 leiki með aðalliðinu og var meðal annars í byrjunarliðinu á móti Dunfernlime og kom inná gegn Celtic og Rangers.

 

Myndin er fengin af vef Aberdeen United(http://www.afc.co.uk/) og er Þórarinn þar í baráttu við Gregory Vignal varnarmann Glasgow Rangers en hann er í láni hjá Rangers frá Liverpool.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024