Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 21. maí 2003 kl. 10:51

Þórarinn Kristjánsson með fimm mörk í stórsigri U-23 ára liðsins

Þórarinn Kristjánsson gerði sér lítið fyrir og setti fimm mörk fyrir U-23 ára lið Keflavíkur sem sigraði U-23 ára lið Þróttar, 7-1 í 1. umferð Visa bikarsins í knattspyrnu í gær. Þórarinn var í leikbanni gegn Stjörnunni á dögunum og var því löglegur með liðinu. Helgi Þór Gunnarsson og Einar Ottó Antonsson settu hin mörkin. Þá tapaði Grindavík U-23 fyrir Fram U-23, 2-1 og Reynir Sandgerði tapaði 2-3 fyrir U-23 ára liði FH. Mörk Reynis skoruðu Hafsteinn Þór F Friðriksson
og Vilhjálmur Skúlason.
Keflavík U-23 mætir Breiðabliki í næstu umferð. Þess má geta að úrvalsdeildarliðin og nokkur 1. deildarlið koma inn í 32 liða úrslitum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024