Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.
Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.

Íþróttir

Þórarinn Íslandsmeistari í pútti eldri borgara
Fjöldi tók þátt í Íslandsmótinu í pútti. VF/JPK
Þriðjudagur 5. september 2023 kl. 06:04

Þórarinn Íslandsmeistari í pútti eldri borgara

Þrír Suðurnesjamenn voru efstir og jafnir í Íslandsmóti í pútti eldri borgara sem haldið var á Mánaflöt í Keflavík í umsjá Púttklúbbs Suðurnesja. Sigurvegari eftir bráðabana var Þórarinn Ólason en hann lék á átta undir pari, 64 höggum, en sama gerðu þeir Þorsteinn Geirharðsson og Ragnar Hauksson. Þorsteinn endaði í öðru sæti og Ragnar í því þriðja. Um 90 manns mættu til leiks og púttuðu á góðum púttvelli.

Meðfylgjandi eru myndir sem Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók á mótinu. Myndasafn er neðst á síðunni.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Íslandsmótið í pútti 2023