Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þórarinn fer frá Þrótti
Föstudagur 14. október 2005 kl. 16:40

Þórarinn fer frá Þrótti

Knattspyrnumaðurinn Þórarinn Brynjar Kristjánsson, frá Keflavík, mun ekki leika með Þrótti Reykjavík á næstu leiktíð. Þróttur, sem eins og kunnugt er, féll úr Landsbankadeildinni og mun því leika í 1. deild að ári.

Víkurfréttir náðu tali af Þórarni í dag en hann bíður þess að losna frá Þrótti. „Það er alveg klárt, ég mun ekki leika með Þrótti á næstu leiktíð. Einnig vona ég að starfslokasamningurinn minn við Þrótt verði klár í dag,“ sagði Þórarinn sem hefur ekki átt í viðræðum við önnur lið til þessa þó fyrirspurnir um hann hafi borist. Þórarinn er hinn rólegasti og ætlar að bíða og sjá hvað verður.

VF-mynd/ Þórarinn (t.h.) í leik með sínum gömlu félögum í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024