Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þórarinn, Magnús og Hörður skrifa undir hjá Keflavík
Fimmtudagur 19. janúar 2006 kl. 17:31

Þórarinn, Magnús og Hörður skrifa undir hjá Keflavík

Þeir Þórarin Kristjánsson og Magnús Þorsteinsson voru meðal 15 leikmanna sem skrifuðu undir samninga við Knattspyrnudeild Keflavíkur í dag.

Þórarinn, Magnús og Hörður Sveinsson skrifuðu undir 3ja ára samninga við liðið, en það sama gerði markvörðurinn Magnús Þormar auk nokkurra ungra og efnilegra leikmanna.

Hjá kvennaliðinu skrifuðu Nína Ósk Kristinsdóttir og Vesnja Smiljlkovic undir 2ja ára samninga auk annarra.

Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildarinnar, sagðist himinlifandi yfir að hafa fengið þennan stóra hóp til að helga Keflavík næstu ár og spáði góðu gengi á næstu árum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024