Þóranna og Sigurður Þ-meistarar GS 2010
Sigurður Garðarsson og Þóranna Andrésdóttir urðu Þ-mótameistarar Golfklúbbs Suðurnesja en alls voru haldin tíu mót í Leirunni í sumar. Heildarþátttaka í mótunum árið 2010 var 855 talsins og fengu kylfingar stig í hverju móti. Sigurður sem er formaður GS kunni vel við sig á Hólmsvelli í sumar og bætti sig mikið eins og Þóranna. Án forgjafar sigraði Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og skákaði þar Erni Ævari Hjartarsyni sem varð klúbbmeistari GS fyrr í sumar.
Þrír efstu í stigakeppninni urðu þessi:
Konur m/fgj:
1. Þóranna Andrésdóttir
2. Karitas Sigurvinsdóttir
3. Elsa Lilja Eyjólfsdóttir
Karlar m/fgj:
1. Sigurður Garðarsson
2. Guðlaugur H Guðlaugsson
3. Páll Antonsson
Án/fgj:
1. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson jr.
2. Örn Ævar Hjartarsson
3. Kristinn Óskarsson
Mynd: Stigameistarar GS árið 2010, Sigurður Garðarsson og Þóranna Andrésdóttir. Að neðan má sjá Jón Ólaf Jónsson og Sigurð Friðriksson en þeir voru bændur í bændagímu GS sl. laugardag. Fimmtíu félagar mættu til leiks. Lið Jóns Ólafs vann.