Þór Ríkharðsson sigraði í meistaramóti GSG
Meistaramóti Golfklúbbs Sandgerðis lauk á laugardag á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Góð stemmning var í mótinu þrátt fyrir að veðurguðirnir hefðu gert kylfingum skráveifu í mótinu á föstudag og laugardag.
Þór Ríkharðsson lék best í mótinu og sigraði í m.fl. karla. Hann lék samtals á 303 höggum eða 15 höggum yfir pari. Hann varð fimm höggum betri en Svavar Grétarsson sem varð annar. Óskar Marínó Jónsson lék vel í mótinu en þessi 14 ára kylfingur varð í 4. sæti í m.fl. karla. Hann skipti nýverið yfir í GS og lék einnig í meistaramóti GS og varð annar í flokki 14 ára kylfinga eftir bráðabana. Hann lék því 144 holur á sex dögum. Ágætur árangur það.
Í m.fl. kvenna var það Bylgja Dís Erlingsdóttir sem sigraði en hún lék á 383 höggum og sigraði með miklum yfirburðum. Um 50 kylfingar tóku þátt í mótinu.
Þrír efstu í m.fl. karla. Þór Ríkharðsson stendur fyrir miðju með klúbbmeistaratitilinn.
Bylgja Dís, t.v., varð klúbbmeistari í kvennaflokki.
Sólin birtist óvænt í miðri í seinni hluta mótsins eftir mikla rigningu.
Púttað á 18. flötinni á Kirkjubólsvelli.
Óskar Marínó Jónsson lék bæði í meistaramóti GS og GSG. Hann varð í 4. sæti í m.fl. karla. Hann lék 144 holur í tveimur meistaramótum á sex dögum.