Þökkuðu fyrir sumarið með saltkjötsveislu
Knattspyrnudeild Keflavíkur bauð til mikillar saltkjötsveislu fyrir helgi þar sem styrktaraðilum deildarinnar var þakkaður stuðningurinn í sumar. Þá mætti Willum Þór, nýr þjálfari meistaraflokks, og sagði frá því starfi sem hann er að hefja þessa dagana með Keflavík. Fulltrúar þeirra fyrirtækja sem styðja við Keflavík voru síðan kallaðir upp og leystir út með þakklætisvotti. Hér er hluti þess hóps.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi