Þjóðarstúkan suður með sjó
Knattspyrnudeild Keflavíkur fékk 1000 sæti af þjóðarleikvanginum í Laugardal til þess að setja upp við knattspyrnuvöllinn í Keflavík. Miklar endurbætur fara nú fram á Laugardalsvelli og því fengu fjölmörg félög gömlu sætin úr stúkunni og Keflavík þar af 1000 sæti.
Á heimasíðu Keflavíkur, www.keflavik.is, segir að með tilkomu sætanna verði hægt að leika heimaleiki Keflavíkurliðsins í Intertoto keppninni að Sunnubraut í sumar. Þá segir ennfremur að kostnaður vegna sætanna og uppsetningar á þeim verði lítið meira en því sem nemi að leika Evrópuleiki liðsins í sumar á útivöllum.
Af www.keflavik.is
Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir