Þjálfari Jóns Axels segir hann hafa hjarta ljónsins
Bob McKillop þjálfari Jóns Axels Guðmundssonar, Grindvíkings og körfuknattleiksmanns Davidson háskólans, segir að Jón Axel hafi hjarta ljónsins en leikmaðurinn hefur verið byrjunarliðsmaður Davidson í tvö ár. „Jón Axel hefur bætt sig mikið en stærsta sviðið sem hann hefur verið á var líklega þegar við mættum Kentucky í úrslitakeppninni. Hann átti líklega sína bestu skotframmistöðu á árinu í þeim leik.“ Þetta segir Bob í samtali við Karfan.is en hann hefur meðal annars þjálfað stórstjörnuna Stepen Curry.