Þjálfari Grindavíkur leitar að liðstyrk vegna meiðsla
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, ætlar að styrkja hópinn þegar félagsskiptaglugginn opnar 15. júlí. Mikil meiðsli eru í herbúðum Grindvíkinga. Andri Rúnar Bjarnason, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, fór meiddur af velli gegn Breiðabliki í síðustu umferð og er ekki víst að hann verði orðinn góður fyrir næsta leik. Sömu sögu er að segja um Will Daniels. Hákon Ívar Ólafsson meiddist í síðasta leik og verður sennilega ekki meira með í sumar.
Rodrigo Gomes Mateo hefur ekkert geta leikið með Grindavík í sumar vegna meiðsla og möguleiki er á að hann verði ekkert meira með. Landi hans Juan Manuel Ortiz Jimenez er einnig meiddur og verður áfram frá keppni næstu vikurnar.
Meiðsli hafa líka að herjað á markverði Grindavíkur. Kristijan Jajalo, markvörður Grindvíkinga, er meiddur sem og markverðirnir Maciej Majewski og Anton Helgi Jóhannsson. Þeir hafa allir verið fjarverandi á æfingum í vikunni.
Milos Zeravica var ekki með gegn Breiðablik í síðasta leik en hann er tilbúin í næsta leik. Björn Berg Bryde og Sam Hewson verða báðir í leikbanni í leiknum gegn KA á sunnudag.