Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þjálfari Grindavíkur leitar að liðstyrk vegna meiðsla
Fimmtudagur 6. júlí 2017 kl. 06:00

Þjálfari Grindavíkur leitar að liðstyrk vegna meiðsla

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, ætlar að styrkja hópinn þegar félagsskiptaglugginn opnar 15. júlí. Mikil meiðsli eru í herbúðum Grindvíkinga. Andri Rúnar Bjarnason, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, fór meiddur af velli gegn Breiðabliki í síðustu umferð og er ekki víst að hann verði orðinn góður fyrir næsta leik. Sömu sögu er að segja um Will Daniels. Hákon Ívar Ólafsson meiddist í síðasta leik og verður sennilega ekki meira með í sumar.

Rodrigo Gomes Mateo hefur ekkert geta leikið með Grindavík í sumar vegna meiðsla og möguleiki er á að hann verði ekkert meira með. Landi hans Juan Manuel Ortiz Jimenez er einnig meiddur og verður áfram frá keppni næstu vikurnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meiðsli hafa líka að herjað á markverði Grindavíkur. Kristijan Jajalo, markvörður Grindvíkinga, er meiddur sem og markverðirnir Maciej Majewski og Anton Helgi Jóhannsson. Þeir hafa allir verið fjarverandi á æfingum í vikunni.

Milos Zeravica var ekki með gegn Breiðablik í síðasta leik en hann er tilbúin í næsta leik. Björn Berg Bryde og Sam Hewson verða báðir í leikbanni í leiknum gegn KA á sunnudag.