Þjálfar Ólafur Örn Bjarnason Grindavík?
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta eru Grindvíkingar í viðræðum við Ólaf Örn Bjarnason, leikmann Brann í Noregi, um að koma heim til Grindavíkur og taka við þjálfun Grindavíkurliðsins í knattspyrnu. Sömu heimildir herma að Grindvíkingar séu í samningum við Brann um að fá Ólaf Örn lausan undan samningi við klúbbinn.