Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þéttskipuð dagskrá í Reykjaneshöll
Sunnudagur 3. apríl 2005 kl. 12:27

Þéttskipuð dagskrá í Reykjaneshöll

Leiknir verða þrír leikir í Reykjaneshöllinni í dag í deildarbikarkeppninni í knattspyrnu. Keflavíkurstúlkur fá ÍA í heimsókn kl. 15:00 og kl. 19:00 tekur Reynir Sandgerði á móti Aftureldingu úr Mosfellsbæ. Keflvíkingar fá Íslandsmeistara FH í heimsókn og hefst sá leikur kl. 21:00 í kvöld. Nú rétt á eftir eða kl. 13:05 mætast ÍA og Grindavík í Fífunni í Kópavogi.

VF-mynd/ frá leik kvennaliða Keflavíkur og ÍA síðasta sumar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024