Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þessi lið mætast undanúrslitum VÍS-bikarsins
Úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur snemma á tímabilinu í Subway-deild kvenna. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 5. febrúar 2024 kl. 14:51

Þessi lið mætast undanúrslitum VÍS-bikarsins

Dregið var í dag um hvaða lið mætast í undanúrslitum VÍS-bikarkeppninnar í körfuknattleik sem fara fram í Laugardalshöllinni 19. og 20. mars næstkomandi.

Hjá körlunum er Keflavík eina liðið af Suðurnesjum sem er eftir í pottinum og Keflvíkingar mæta Stjörnumönnum kl. 20:00 þann 19. mars en fyrr um daginn mætast Álftanes og Tindastóll.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þrjú Suðurnesjalið eru í undanúrslitum kvenna og þar verður sannkallaður risaslagur þegar Njarðvík og Keflavík mætast þann 20. mars kl. 17:15 en Grindavík leikur gegn Þór Akureyri kl. 20:00.

Úrslitaleikirnir verða svo leiknir í Höllinni 23. mars.