Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Theodór Már keppir við sterkustu menn landsins
Fimmtudagur 13. júlí 2017 kl. 06:00

Theodór Már keppir við sterkustu menn landsins

Theodór Már Guðmundsson keppti um helgina á aflraunamótinu „Vestfjarðarvíkingurinn“ en þar vann hann fyrstu tvær greinarnar. Þeim árangri hefur nýliði aldrei náð, hvað þá yngsti keppandi mótsins, en Theodór er 23 ára gamall og endaði í fimmta sæti á mótinu.

Hann bar svokallaða Drangsneshellu lengra en aðrir í byrjun keppninnar á Drangsnesi og sigraði einnig í annarri greininni sem fram fór á Hólmavík. Ari Gunnarsson, sem sigraði keppnina þriðja árið í röð, náði svo forystunni af Theodóri eftir sigur í fimmtu greininni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta var fyrsta mót Theodórs í aflraunum en í samtali við Víkurfréttir segist hann ótrúlega sáttur með árangurinn. „Í vetur mun ég bæta mig hrikalega í hráum styrk og þyngja mig meira. Ég veit núna að ég á einhverja framtíð í þessu.“