Thelma og Davíð íþróttafólk Reykjanesbæjar 2017
Thelma Dís Ágústsdóttir, körfuknattleikskona úr Keflavík og sundmaðurinn Davíð Hildiberg Aðalsteinsson úr Keflavík voru valin Íþróttafólk Reykjanesbæjar í árlegu hófi sem haldið er á gamlársdag í Íþróttahúsi Njarðvíkur. Á hófinu var einnig greint frá kjöri íþróttamanna allra greina innan Íþróttabandalags Reykjanesbæjar. Á árinu urðu 105 íþróttamenn Íslandsmeistarar í félögum í Reykjanesbæ.
Víkurfréttir sýndu beint frá athöfninni og í fréttinni er myndskeið frá því og þar er m.a. að finna viðtöl við þau Thelmu og Davíð.
Akstursíþróttamaður Reykjanesbæjar 2017 – Ragnar Bjarni Gröndal AIFS
Akstursíþróttakona Reykjanesbæjar 2017 – Emilía Rut Hólmarsdóttir AIFS
Taekwondokona Reykjanesbæjar 2017 – Sunneva Eldbjörg Sigtryggsdóttir Keflavík
Taekwondokarl Reykjanesbæjar 2017 – Kristmundur Gíslason Keflavík
Júdómaður Reykjanesbæjar 2017 – Ægir Már Baldvinsson UMFN
Júdókona Reykjanesbæjar 2017 og Glímukona Reykjanesbæjar 2017 - Heiðrún Fjóla Pálsdóttir
Glímukarl Reykjanesbæjar 2017 – Gunnar Gustav Logason UMFN
Blakkarl Reykjanesbæjar 2017 – Davíð Freyr Sveinsson Keflavík
Blakkona Reykjanesbæjar 2017 – Martyna Kryszewska Keflavík
Fimleikakona Reykjanesbæjar 2017 - Svanhildur Reykdal Kristjánsdóttir Keflavík
Fimleikakarl Reykjanesbæjar 2017 – Atli Viktor Björnsson Keflavík
Þríþrautarkarl Reykjanesbæjar 2017 – Baldur Sæmundsson UMFN
Þríþrautarkona Reykjanesbæjar 2017- Guðlaug Sveinsdóttir UMF
Íþróttakona fatlaðra í Reykjanesbæ 2017 – Linda Björgvinsdóttir Nes
Skotkarl Reykjanesbæjar 2017 - Theodór Kjartansson Keflavík
Skotkona Reykjanesbæjar 2017 – Sigríður E. Gísladóttir Keflavík
Hnefaleikamaður Reykjanesbæjar 2017 – Benóný Einar Færseth Hnefaleikafélag Reykjanes
Hnefaleikakona Reykjanesbæjar 2017 – Margrét Guðrún Svavarsdóttir Hnefaleikafélag Reykjanes
Knattspyrnukona Reykjanesbæjar 2017 – Þóra Kristín Klemenzdóttir Keflavík
Knattspyrnukarl Reykjanesbæjar 2017- Marc McAusland Keflavík
Sundkarl Reykjanesbæjar 2017 – Davíð Hildiberg Aðalsteinsson Keflavík
Sundkona Reykjanesbæjar 2017 – Sunneva Dögg Robertson UMFN
Körfuknattleikskarl Reykjanesbæjar 2017 - Logi Gunnarsson UMFN
Körfuknattleikskona Reykjanesbæjar 2017 - Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík
Thelma Dís er ein af lykilmönnum í Meistaraflokk kvenna hjá Keflavík.
Lyftingakarl Reykjanesbæjar 2017 – Guðmundur Juanito Ólafsson UMFN
Lyftingakona Reykjanesbæjar 2017 – Katla Björk Ketilsdóttir UMFN
Kraftlyftingakarl Reykjanesbæjar 2017 - Emil Ragnar Ægisson UMFN
Kraftlyftingakona Reykjanesbæjar 2017 – Íris Rut Jónsdóttir UMFN
Hestamaður Reykjanesbæjar 2017 – Ásmundur Ernir Snorrason Máni
Kylfingur Reykjanesbæjar 2017 – Karen Guðnadóttir GS
Íþróttakona Reykjanesbæjar 2017
Thelma Dís Ágústsdóttir, körfuknattleikskona
Thelma Dís er ein af lykilmönnum í Meistaraflokk kvenna hjá Keflavík. Thelma Dís var Íslandsmeistari með M.fl. kvenna 2017 og Íslandsmeistari með Unglingafl. kvenna 2017. Hún varð einnig bikarmeistari með M.fl. kvenna 2017.
Thelma Dís var valin besti leikmaður deildarinnar á lokahófi KKÍ og körfuknattleikskona Keflavíkur. Hún var valin í úrvalslið Dominos deildar kvenna á lokahófi KKÍ. Thelma Dís var í hópi A-landsliðsins í öllum tilfellum á liðnu ári og hefur nú spilað 9 landsleiki.
Thelma Dís er til fyrirmyndar í framkomu jafnt innan vallar sem utan.
Íþróttakarl Reykjanesbæjar 2017
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson Sundmaður.
Davíð Hildiberg var fjórfaldur Íslandsmeistari í fullorðinsflokki á árinu og Norðurlandameistari í 100m flugsundi. Á Smáþjóðaleikunum vann Davíð brons bæði í 100 og 200 m baksundi, jafnframt vann hann til þrennra silfurverðlauna í boðsundum, í 4 x 100m skriðsundi, 4x 100m fjórsundi og 4 x 200m skriðsundi. Tvo fyrrnefndu boðsundin voru Landsmet.
Davíð Hildiberg var kjörin Sundmaður Keflavíkur 2017 og Sundmaður ársins 2017 hjá Sundsambandi Íslands. Hann hefur verið á fullu í sundinu í 20 ár og er yngri sundmönnum ákaflega góð fyrirmynd. Hann er afar duglegur og góður sundmaður. Hann synti til 20 ára aldurs með Keflavík, en fór síðan í háskólanám á sundstyrk. Eftir að hann kom til baka frá USA þá hóf hann að synda aftur með Keflavík. Hann hefur verið afar mikil lyftistöng fyrir sundliðið og íslenska landsliðið.
Davíð Hildiberg náði lágmörkum fyrir tvö landsliðsverkefni hjá SSÍ, Smáþjóðaleikana og Norðurlandameistaramótið. Hann endaði árið með miklum glæsibrag þegar hann varð Norðurlandameistari á sínum besta tíma í 100m baksundi.