Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Thelma Dís til Bandaríkjanna
Föstudagur 22. júní 2018 kl. 09:33

Thelma Dís til Bandaríkjanna

Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústdóttir mun leika með háskólaliði Ball State University í Indiana í Bandaríkjunum á næsta tímabili. Thelma Dís staðfestir þetta á Karfan.is.

Lið Ball State leikur í Mið-Ameríkudeild efstu deildar háskólaboltans í Bandaríkjunum. „Samkvæmt þjálfara liðsins, Brady Sallee, er skólinn hæstánægður með að bæta Thelmu í hóp liðsins. Segir hann hana sigursælan leikmann sem hafi alþjóðlega reynslu og að hún búi bæði yfir vinnusemi og hæfileikum sóknarlega sem eigi eftir að nýtast liðinu. Segir hann hana ennfrekar eiga eftir að falla vel að því kerfi sem liðið fer eftir og að þau hlakki til að fá hana út eftir að hún klárar að spila fyrir Ísland í U20 Evrópumóti sumarsins, “ segir  á Karfan.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Thelma Dís hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Keflavíkur en meðaltal hennar í leik er 15 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar, því er nokkuð ljóst að stórt skarð verður hoggið í liðið á næsta tímabili.