Þeir „gömlu“ fóru fyrir Keflvíkingum
Sigur gegn Skallagrími í fyrsta leik
Keflvíkingar sóttu góðan sigur í Borgarnes í gær þar sem þeir höfðu 65-70 sigur gegn Skallagrími í Domino's deild karla í körfubolta. Gömlu brýnin Damon Johnson og Gunnar Einarsson fóru fyrir Keflvíkingum ásamt Guðmundi Jónssyni. Keflvíkingar skutu talsvert af þriggja stiga skotum í leiknum, 30 talsins gegn 16 frá Skallagrímsmönnum. Leikurinn var jafn og spennandi en Keflvíkingar reyndust sterkari á lokasprettinum.
Skallagrímur-Keflavík 65-70 (18-19, 13-12, 19-19, 15-20)
Keflavík: Guðmundur Jónsson 18/7 fráköst, Damon Johnson 18/5 fráköst, Gunnar Einarsson 15/4 fráköst, William Thomas Graves VI 9/14 fráköst, Valur Orri Valsson 5, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4, Reggie Dupree 1, Davíð Páll Hermannsson 0, Aron Freyr Eyjólfsson 0, Aron Freyr Kristjánsson 0, Arnar Freyr Jónsson 0/5 stoðsendingar, Andrés Kristleifsson 0.
Skallagrímur: Tracey Smith 28/16 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 14/4 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 10, Davíð Ásgeirsson 7/6 fráköst, Ármann Örn Vilbergsson 3, Daði Berg Grétarsson 3, Magnús Kristjánsson 0, Atli Aðalsteinsson 0, Atli Steinn Ingason 0, Davíð Guðmundsson 0, Kristján Örn Ómarsson 0.