Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þau hlaupa og styðja góð málefni - lokalistinn
Föstudagur 20. ágúst 2010 kl. 13:27

Þau hlaupa og styðja góð málefni - lokalistinn


Reykjavíkurmaraþonið fer fram á morgun og munu Suðurnesjamenn ekki láta sig vanta. Margir þeirra ætla að styðja gott málefni í leiðinni með því að safna áheitum. Við á Víkurfréttum viljum styðja hlauparana af Suðurnesjum í áheitasöfnuninni með því að kynna þá hér á vf.is og birtum við hér með lokalistann.
---




Margrét Sæmundsdóttir
tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrsta sinn og ætlar að hlaupa hálft maraþon eða 21km. Hún safnar áheitum til styrkar Blátt áfram samtökunum.

Styrktarsíða hennar er hér



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sara María Björnsdóttir ætlar að hlaupa 3km og styrkja Dýrahjálp Íslands en Sara er mikill dýravinur.

Styrktarsíða hennar er hér.


Kjartan Sævarsson
ætlar að hlaupa 42km eða heilt maraþon og safnar áheitum fyrir Ljósið, endurhæfingu þeirra er greinst hafa með krabbmein.

Styrktarsíða Kjartans er hér

Samúel Albert William Ólafsson úr Keflavík ætlar að hlaupa heilt maraþon, eða 42km og styrkja MS félagið í leiðinni.
„Móðir mín hefur verið með MS sjúkdóminn frá því hún var 19 ára og hefur verið dugleg að styðja mig á minni uppleið, þannig nú er tími til að styðja hana,“ segir Samúel.

Styrktarsíða hans er hér



Anna Steinunn Gunnlaugsdóttir í Reykjanesbæ hleypur 10km og safnar áheitum fyrir Göngum saman – rannsóknir á brjóstakrabbameini.

„Of margir mér nákomnir hafa greinst með krabbamein og látist af völdum þess. Með því að láta gott af mér leiða heiðra ég minningu þeirra. Margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Anna Steinunn.

Hér er styrktarsíða Önnu Steinunnar




Lilja Sævarsdóttir úr Keflavík ætlar að hlaupa 10km í Reykjavíkurmaraþoninu og láta styrktarféð renna til Umsjónarfélags einhverfra þar sem hún þekkir til einhverfu hjá „yndislegum  litlum (stórum) frænda mínum sem er mér mjög kær. Vil ég því leggja mitt af mörkum með því að styrkja félagið á þennan hátt,“ segir Lilja.

Styrktarsíða Lilju er hér.


---


Karen Mist Arngeirsdóttir er 10 ára hress Njarðvíkurmær. Hún ætlar að hlaupa þrjá kílómetra til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna.
„Ég ætla að hlaupa fyrir hann Brynjar Óla frænda minn en hann er einmitt í Boston núna nýkominn úr hjartaaðgerð,“ segir Karen Mist.

Síðan hennar er hér
---



Björk Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, ætlar að hlaupa 10km fyrir Einstök börn, stuðningsfélag.
„Barátta góðrar vinkonu minnar fyrir bættum lífskjörum sonar síns er mér mikil hvatning, að þakka fyrir góða heilsu og láta eitthvað gott af mér leiða á meðan ég get það,“ segir Björk.

Styrktarsíða Bjarkar er hér

---




Jón Oddur Guðmundsson
úr Keflavík ætlar að hlaupa heilt maraþon eða 42km.
„Af nánum kynnum við MS og starfi MS félagsins er það einstakt tækifæri að fá að styrkja félagið með þessum hætti, svo félagið geti haldið áfram fræðandi og frábæru starfi fyrir núverandi og komandi MS einstaklinga,“ segir Jón.

Styrktarsíða Jóns Odds er hér.

----



Kjartan Már Kjartansson
ætlar að hlaupa heilt maraþon eins og Jón Oddur og safnar áheitum til styrktar Krabbameinsfélagi Suðurnesja. Honum hefur orðið vel ágegnt í áheitasöfnuninni og var komin með rúmar 142 þúsund krónur þegar þetta er skrifað.

Styrktarsíða Kjartans Más er hér

---




Hjónin Björn Kjartan Sigurþórsson og Ásdís Þorvaldsdóttir ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrsta skipti. Hún ætlar að hlaupa 3 km og hann 10 km.
„Við ætlum bæði að hlaupa fyrir Félag áhugafólks um Downs heilkenni því við eigum yndislegan 2ja ára strák sem heitir Baltasar Þór og hann er með Downs heilkenni,“ segja þau hjónin.

Styrktarsíður þeirra eru:
http://hlaupastyrkur.is/hlaupid/keppandi?cid=337
http://hlaupastyrkur.is/hlaupid/keppandi?cid=336

---



Rebekka Laufey Ólafsdóttir
ætlar að hlaupa 10km fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna en hún tileiknar hlaupið Guðmundi bróður sínum sem lést úr krabbameini árið 2006.

Styrktarsíðan hennar er hér.


---


Anna Lóa Ólafsdóttir ætlar að hlaupa 10km fyrir félag áhugafólks um Dows heilkenni.
„Fyrir 5 árum síðan eignaðist góð vinkona mín lítinn prins með Downs heilkenni. Það er ein aðal hvatningin að baki mínu vali og veit ég að peningarnir kæmu sér vel hjá þessu litla en mikilvæga félagi.“ segir Anna Lóa

Styrktarsíða Önnu Lóu er hér.

---



Daníel Freyr Elíasson
ætlar að hlaupa 10km til styrktar Umsjónarfélagi einhverfa.
„Litli bróðir minn er einhverfur, ég veit hvernig það er að vera í kringum svona börn og ég vil styrkja þetta málefni Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem vinnur með og fyrir einhverfa einstaklinga og vil þess vegna styðja það,“ segir Daníel.

Styrktarsíða hans er hér.




Andrea Klara Hauksdóttir
úr Grindavík ætlar að hlaupa hálft maraþon eða 21km og styrkja í leiðinni stuðningsfélag Einstakra barna.

„Ég á yndislega, einstaka litla frænku sem er með Williams heilkenni, hún er alltaf svo kát og þarf lítið til að gleðja hana. Stuðningur fyrir einstök börn og foreldra þeirra er svo sannarlega þarfur. Því hleyp ég fyrir einstök börn,“ segir Andrea Klara.

Styrktarsíða hennar er hér.