„Það sem þú gerir á æfingu er það sem þú gerir í leik“
Anita Lind Daníelsdóttir leikur með Keflavík í knattspyrnu en liðinu er spáð góðu gengi í Inkasso-deild kvenna í sumar. Anita hefur æft knattspyrnu frá því að hún var níu ára gömul og hlakkar til sumarsins með Keflavíkurliðinu. Við fengum Anitu til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur í Sportspjalli Víkurfrétta.
Fullt nafn: Anita Lind Daníelsdóttir.
Íþrótt: Knattspyrna.
Félag: Keflavík.
Hjúskaparstaða: Á lausu.
Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Ég byrjaði níu ára gömul.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Elís Kristjánsson.
Hvað er framundan? Framundan er geggjað sumar með stelpunum.
Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Það er mögulega þegar ég skoraði sigurmark í 1:0 sigri á nágrönnum okkar úr Grindavík, það er alltaf gaman að vinna nágrannana.
Uppáhalds...:
...leikari: Cameron Diaz.
...bíómynd: The Greatest Showman.
...bók: Engin sérstök.
...Alþingismaður: Enginn.
...staður á Íslandi: Flugumýri er uppáhalds staðurinn minn á Íslandi.
Hvað vitum við ekki um þig? Ég fæddist sitjandi.
Hvernig æfir þú til að ná árangri? Ég æfi með það hugarfar að leggja mig alla fram því það sem þú gerir á æfingu er það sem þú gerir í leik.
Hver eru helstu markmið þín? Þau eru að halda mér í góðu formi og eiga gott sumar með liðinu, svo er alltaf markmið að vera valin í landsliðsverkefni.
Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Þegar við fórum til Króatíu í byrjun apríl þá gleymdi markmaðurinn okkar að taka markmannshanskana sína með út.
Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Leggja sig alla/allan fram og gera sitt allra besta og hafa gaman af því að spila leikinn.