Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Það er alltaf gaman að skora
Arnór Ingvi er ánægður með lífið hjá Malmö.
Föstudagur 28. september 2018 kl. 06:00

Það er alltaf gaman að skora

segir Arnór Ingvi Traustason, atvinnuknattspyrnumaður hjá Malmö í Svíþjóð, en hann skoraði tvö mörk í síðasta leik. Er sáttur með lífið og tilveruna hlakkar til að verða pabbi

„Það er alltaf gaman að skora og liðinu hefur gengið vel. Við erum komnir í toppbaráttuna,“ segir Arnór Ingvi Traustason, atvinnuknattspyrnumaður með Malmö í Svíþjóð. „Keflavíkur-Njarðvíkingurinn“ skoraði tvö mörk í síðustu umferð gegn Kalmar á heimavelli og var kappinn á skotskónum. Malmö er í 4. sæti Allsvenskan úrvalsdeildinni og hefur unnið átta leiki í röð.

Arnóri hefur gengið nokkuð vel og skorað sex mörk í öllum keppnum, fjögur af þeim í deildinni. Hann segist afar sáttur í Svíaríki og hlutirnir gangi vel. Hann varð þó fyrir því óhappi að fá heilahristing í leik í undankeppni Meistaradeildarinnar í sumar og missti því út nokkra leiki.

Nú skoraðir þú tvö mörk í síðasta leik? Það hlýtur að hafa verið góð tilfinning. Voru þetta flott mörk?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Já, við spiluðum við Kalmar heima og ég byrjaði frammi. Þetta voru „alvöru“ framherja mörk ef svo ma að orði komast, skalli eftir fyrirgjöf í fjærhornið og svo næ eg að koma mer framfyrir varnarmann og pota boltanum i fjærhornið.“

Arnóri Ingvi var í HM liði Íslands og í hópnum gegn Sviss og Belgíu.
Þú fékkst lítið frí eftir HM, hvernig var að koma aftur til Svíþjóðar eftir það?

„Já, það var lítið frí og maður hefði viljað fá lengri hvíld eftir HM og hvíla aðeins líkama og sál. En ég fékk engu um það ráiðið og það var ekkert í boði annað en að núllstilla sig og halda fókus, vera klár í slaginn. Ég fæ tíma seinna til að hvíla mig,“ sagði Arnór.

Hvernig var að upplifa tvö stór töp í Þjóðakeppninni?

„Það var ekki skemmtilegt. Mikið högg, þá sérstaklega úti á móti Sviss. En heima gegn Belgíu fannst mér við vera stabílir þó svo að úrslitin hafi ekki verið góð. Við bættum okkur mikið frá því úr fyrri leiknum.“

Ertu ánægður með lífið og boltann í Malmö?

„Ég er mjög ánægður hvernig þetta hefur þróast. Er búinn að finna góðan stöðugleika sem ég þurfti í minn feril. En mér og kærustunni líður vel í Malmö. Við erum búin að koma  okkur mjög vel fyrir og við eigum von a barni í byrjun febrúar, þannig ég gæti ekki verið ánægðari með lífið.“

Arnór Ingvi fagnar öðru marki sínu í síðasta leik.



Arnór Ingvi og Andrea Röfn Jónasdóttir eiga von á barni á nýju ári.