Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Það bjóst enginn við þessu - Grindavík valtaði yfir Stjörnuna
Laugardagur 8. apríl 2017 kl. 23:34

Það bjóst enginn við þessu - Grindavík valtaði yfir Stjörnuna

„Það bjóst enginn við að við værum að fara að valta yfir Störnuna en við erum bara ógeðslega góðir í körfubolta,“ sagði Ólafur Ólafsson, Grindvíkingur eftir þriðja sigurinn í röð á Stjörnunni í undanúrslitum Domino’s deildarinnar í körfubolta í Garðabæ. Lokatölur urðu 104-69, alger völtun há Grindvíkingum.

Þeir héldu einum besta leikmanni landsins, Hlyni Bæringssyni algerlega niðri og svo virtist sem heimamenn væru hreinlega ekki með á nótunum. Ómar Örn Sævarsson lék frábæra vörn gegn kappanum og svo virðist sem það hafi haft mikið að segja. Dagur Kár hefur farið á kostum að undanförnu og var stigahæstur með 23 stig.
Grindvíkingar eru komnir í úrslit í fyrsta sinn síðan 2014 og mæta annað hvort Keflavík eða KR.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stig Grindvíkinga: Dagur Kár Jónsson 23/5 stoðsendingar, Þorsteinn Finnbogason 22/8 fráköst, Lewis Clinch Jr. 21/6 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 12/9 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 9, Ómar Örn Sævarsson 7/12 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 6, Þorleifur Ólafsson 4/5 stoðsendingar.

Karfan.is er með flotta umfjöllun frá leiknum og tók m.a. þetta viðtal í lok leiks við Óla.