Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Það átti enginn von á þessari stöðu í byrjun tímabils,“ segir Jón Halldór
Föstudagur 1. apríl 2011 kl. 15:44

„Það átti enginn von á þessari stöðu í byrjun tímabils,“ segir Jón Halldór

Úrslitin í Iceland Express deilda kvenna hefjast á morgun þar sem Keflavík tekur á móti Njarðvík í Toyotahöllinni og hefst leikurinn kl. 16:00. Þetta er í fyrsta skipti í sögu körfuboltans sem þessi tvö lið mætast í úrslitum og einnig í fyrsta skiptið sem Njarðvíkurstúlkur komast í úrslitarimmuna.

„Snemma á tímabilinu átti engin von á þessari stöðu en þetta eru liðin sem eru komin alla þessa leið og hafa virkilega þurft að hafa fyrir því að komast þangað,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur í samtali við Víkurfréttir eftir blaðamannafundinn í dag.

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíku, er búinn að vera með hnút í maganum og sagði þetta vera eins og þegar lítill strákur fer í fyrsta skipti til útlanda með foreldrum sínum. „Ég er búinn að vera með hnút í maganum allt frá því að við lögðum Hamar í oddaleiknum. Við munum halda áfram að gera hlutina eins og við gerðum á móti Hamri en ég þarf að fá gott framlag frá öllum leikmönnum, bæði byrjunarliði sem og bekknum.“ sagði Sverrir.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024