„Það átti enginn góðan leik í liðinu“ - sagði Sigurður Ingimundarson
Sigurður Ingimundarson: „Þetta var í bara lélegt. Það spilaði enginn góðan leik í liðinu, ekki einn einasti maður. Við vorum staðir í sókninni og hittum illa enda vorum við að taka mikið af lélegum skotum. Við vorum bara ekkert tilbúnir og það hefur gerst áður í mikilvægum leikjum í vetur. Við höfum þó alltaf komið til baka mjög sterkir og það verður ekkert annað upp á teningnum í næsta leik“.Davíð Þór Jónsson spilaði ágætlega í leiknum gegn Njarðvík í gær og hann var ósáttur í leikslok.
Hvað gerðist?
„Það er bara þetta klassíska, við mættum bara ekki tilbúnir í leikinn. Við hittum ekki neitt úr skotunum og okkur skorti trúnna á því að við gætum sigrað. Það var ekkert flæði í leik okkar og kerfin rúlluðu illa. Við vorum ekki nógu duglegir að keyra upp að körfunni enda fengum við aðeins 10 víti í leiknum sem er allt of lítið. Það er bara okkar eigin sök“.
Hvernig leggst næsti leikur í þig?
„Vel, við lofum því að mæta ekki svona slappir í þann leik. Ef við ætlum okkur að sigra Njarðvík verðum við að berjast. Við verðum að vinna upp hæðarmun Njarðvíkinganna með mikilli baráttu. Við ætlum okkur að MÆTA í leikinn á laugardaginn, ALLIR!
Hvað gerðist?
„Það er bara þetta klassíska, við mættum bara ekki tilbúnir í leikinn. Við hittum ekki neitt úr skotunum og okkur skorti trúnna á því að við gætum sigrað. Það var ekkert flæði í leik okkar og kerfin rúlluðu illa. Við vorum ekki nógu duglegir að keyra upp að körfunni enda fengum við aðeins 10 víti í leiknum sem er allt of lítið. Það er bara okkar eigin sök“.
Hvernig leggst næsti leikur í þig?
„Vel, við lofum því að mæta ekki svona slappir í þann leik. Ef við ætlum okkur að sigra Njarðvík verðum við að berjast. Við verðum að vinna upp hæðarmun Njarðvíkinganna með mikilli baráttu. Við ætlum okkur að MÆTA í leikinn á laugardaginn, ALLIR!