Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Textalýsing: Grindavík - Þór Þorlákshöfn
Mánudagur 23. apríl 2012 kl. 19:07

Textalýsing: Grindavík - Þór Þorlákshöfn



Jóhann misnotar bæði víti sín Grindvíkingar vinna boltann, þá er brotið á Bullock og hann fer á vítalínuna.

11 sekúndu eftir og enn er staðan sú sama. Grindavík á boltann og Jóhann Árni er að fara á vítalínuna.

58 sekúndur  eftir og Grindvíkingar eru með nauma forystu 91-89. Þeir eiga boltann.

Áhorfendur eru flestir á fótum og stemningin er rafmögnuð. Þegar 3 mínútur eru eftir leiða Grindvíkingar 88-86.

Sett var á laggirnar skotsýnnig í upphafi 4. leikhluta þar sem meðal annars Þórsarar settu þrjár þriggja stiga í röð. Munurinn var 6 stig þegar rúmar 6 mínútur voru til leiksloka.

Munurinn er 10 stig þegar haldið er í síðasta leikhluta. 75-65 og enn getur allt gerst.

Svakaleg troðsla hjá Bullock, Rodney Dobart hvað? Bullock setti Blagov Janev beint á plakat.

Tveir þristar í röð hjá Þór  munurinn er að minnka, 68-59. Leikhlé í stöðunni 66-53 fyrir heimamenn í Grindavík. Það eru 3 mínútur eftir af 3. leikhluta.

Þórsarar eru ekki að finna taktinn í sókninni á meðan Grindvíkingar eru að spila glimrandi vel. Þeir hafa öll tök á leiknum þessa stundina.

Grindvíkingar byrja betur í seinni hálfleik og leiða 63-49 þegar 3 mínútur eru liðnar.

Staðan er 56-44 í hálfleik. Þrír leikmenn Grindvíkinga eru búnir að skora 10 stig eða meira. Giordan Watson er með 14 stig, Jóhann Árni Ólafsson er búinn að vera mjög sprækur en hann er með 10 stig og J´Nathan Bullock er með 13 stig. Watson er auk þess með 7 stoðsendingar. Hjá Þór er Darrin Govins með 12 stig. Þórsarar eru búnir að reyna 20 þriggja stiga skot og 30% nýtingu á meðan Grindvíkingar hafa sett 5/6 niður fyrir utan. Grindvíkingar hafa auk þess tekið töluvert fleiri fráköst og gefið 18 stoðsendingar miðað við 9 hjá Þór.

Þórsara eru fastir í því að skjóta fyrir utan en hittnin er ekki eins góð og í upphafi leiks. Grindvíkingar eru að síga framúr en þeir hafa náð upp ágætis forystu. Þegar 1 mínúta er eftir af fyrri hálfleik er staðan 52-42.

Þegar 2. leikhluti er hálfnaður eru heimamenn í Grindavík með forystu, 37-34.



Það er eitthvað að hægjast á leiknum en liðin virðast vera farin að spila betri varnaleik. 31-26 fyrir Grindavík.

Þetta er ægilegur körfuboltaleikur. Það eru komin 55 stig í 1. leikhluta en staðan er 29-26 fyrir Grindavík þegar honum líkur. Þórsarar koma sterkir tilbaka og jafna 24-24. Mikið er um tilþrif og lítið um varnarleik.

Staðan er 22-18 fyrir heimamenn og þessi leikur byrjar svo sannarlega með látum.

Það er gríðarlega mikið skorað og bæði lið eru að hitta vel í hröðum og skemmtilegum leik. Grindvíkingar eru funheitir hér í byrjun leiks og þeir leiða 18-12 þegar 1. leikhluti er hálfnaður.

Leikurinn fer að bresta á en nú eru 10 mínútur í að boltanum verði kastað upp. Húsið er óðum að fyllast og mikil stemning er kominn í áhorfendur. Við munum koma með stöðu mála hér annað slagið svo endilega munið eftir því að endurhlaða (refresh) reglulega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024