Texas mót til styrktar unglingastarfinu í Leiru á laugardag
Leiran skartar sínu fegursta þrátt fyrir rigningarsumar sunnanlands í sumar og á laugardaginn verður Texas Scramble golfmót til styrkar afrekshópi unglinga GS.
Vegleg verðlaun verða í boði og verður leikin 18 holu punktakeppni, tveir kylfingar saman í liði. Ræst verður út á öllum teigum kl. 11, mæting er hálftíma fyrr.
Skráning er á golf.is.