Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Tekur Guðmundur Steinars við Keflavíkurliðinu?
Guðmundur Steinarsson er aðstoðarþjálfari hjá Breiðabliki og var hjá Fjölni í fyrra.
Þriðjudagur 25. september 2018 kl. 10:13

Tekur Guðmundur Steinars við Keflavíkurliðinu?

Guðmundur Steinarsson, markahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi og aðstoðarþjálfari Pepsi-deildarliðs Breiðabliks í sumar hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá sínu gamla félagi sem mun leika í Inkasso-deildinni á næsta ári. Vefsíðan fotbolti.net greinir frá.

Guðmundur var aðstoðarþjálfari hjá Fjölni á síðasta ári og hafði þar á undan verið við þjálfun hjá Njarðvíkingum auk þess að leika með liðinu í blálok ferils síns.

Fotbolti.net segir einnig frá áhuga liða á leikmönnum Keflavíkur, að Grindvíkingar vilji fá Sindra K. Ólafsson, markvörð og nafna hans, Sindra Þór Guðmundsson bakvörð. Þá mun Marc McAustland, fyrirliði Keflavíkur vera eftirsóttur af toppliðum í Pepsi-deildinni.

Þá eru Grindvíkingar í þjálfaraleit en meðal þeirra sem hafa verið nefndir þar er m.a. Mathias Jack en hann lék með Grindavík í þrjú ár fyrir um áratug. Hann er í dag þjálfari varaliðs Fortuna Dusseldorf í Þýskalandi. Þá hefur nafn Óskars Hrafns Þorvaldssonar verið nefnt í þessu sambandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024