Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Tekur ekki út bann sem leikmaður
Laugardagur 11. desember 2004 kl. 15:03

Tekur ekki út bann sem leikmaður

Aganefnd Körfuknattleikssambands Íslands ákvað að taka kærumál Páls Axels Vilbergssonar upp að nýju þar sem nýjar upplýsingar hefðu komið fram. Eins og áður hefur verið greint frá var Páll, sem leikur með Grindavík í Intersport deildinni, dæmdur í þriggja leikja bann í öllum flokkum.

Í kjölfar þessara nýju upplýsinga var ákveðið að þriggja leikja bann Páls Axels skyldi standa en að bannið næði eingöngu til þess flokks sem hann þjálfaði. Áður hafði aganefnd úrskurðað að bannið næði til allra flokka. Páll Axel mun því ekki taka út bannið sem leikmaður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024