Tekist á í Iceland Express-deildinni í kvöld
Þrír leikir fara fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld og eru bæði toppliðin í eldlínunni. Njarðvíkingar sem eru í öðru sæti deildarinnar leika heima gegn Fjölni en toppliðið, Keflvíkingar fara vestur og takast á við Snæfellinga.
Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15 og hægt er að fygjast með gangi mála á kki.is.