Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Teitur tekur ekki við Njarðvík
Bæði Teitur og Friðrik verða ekki áfram hjá Njarðvík.
Miðvikudagur 20. apríl 2016 kl. 09:52

Teitur tekur ekki við Njarðvík

Njarðvíkingar í þjálfaraleit - Friðrik Ingi ekki hættur þjálfun

Óljóst er hver tekur við þjálfun Njarðvíkinga í körfuboltanum eftir að Friðrik Ingi Rúnarsson lét af störfum á dögunum. Teitur Örlygsson aðstoðarþjálfari liðsins hefur nú tekið af allan vafa og hefur lýst því yfir að hann muni taka sér pásu á næsta ári og hyggst ekki starfa við þjálfun. Í samtali við Karfan.is sagði Teitur að hann ætlaði sér að sitja í stúkunni næsta tímabil og hvetja Njarðvíkinga þaðan. Friðrik Ingi sagði sjálfur á samfélagsmiðlum að hann væri ekki hættur þjálfun þó svo að hann verði ekki áfram hjá Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024