Teitur og Sverrir skrifa undir hjá UMFN
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur gekk í dag frá samningum við tvo nýja liðsmenn, Teit Örlygsson, þjálfara, og Sverri Þór Sverrisson, sem kemur til liðsins frá erkifjendunum í Keflavík, en það er ekki á hverjum degi sem slíkur samgangur er á milli félaganna.
Þá var einnig gengið frá samningum við Friðrik Stefánsson og Jóhann Árna Ólafsson, sem leikið hafa með liðinu um árabil.
Samningar leikmanna eru allir til 1 árs en samningur Teits er til tveggja ára.
Samningarnir voru undirritaðir í höfuðstöðvum Sparisjóðsins í Keflavík, sem er aðalstyrktaraðili deildarinnar.
VF-mynd/Þorgils – Leikmenn og þjálfari ásamt þeim Jóni Júlíusi Árnasyni, formanni körfuknattleiksdeildarinnar, Ásgeiri Guðbjartssyni, varaformanni, og Birni Kristinssyni frá SpKef.
Þá var einnig gengið frá samningum við Friðrik Stefánsson og Jóhann Árna Ólafsson, sem leikið hafa með liðinu um árabil.
Samningar leikmanna eru allir til 1 árs en samningur Teits er til tveggja ára.
Samningarnir voru undirritaðir í höfuðstöðvum Sparisjóðsins í Keflavík, sem er aðalstyrktaraðili deildarinnar.
VF-mynd/Þorgils – Leikmenn og þjálfari ásamt þeim Jóni Júlíusi Árnasyni, formanni körfuknattleiksdeildarinnar, Ásgeiri Guðbjartssyni, varaformanni, og Birni Kristinssyni frá SpKef.